Tónagull

Námskeið

Næsta námskeiðslota í Tónagulli hefst 30. október
 
Erum að skrá í alla hópa
Laugardagar 30. okt – 4. des
tonagull-logo-nobg

Tónagull námskeið 0-3 ára

Hefðbundnu Tónagull námskeiðin fyrir foreldra með krílin sín. Systkini og aðrir fjölskyldumeðlimir alltaf velkomnir með í tíma

5-11 mánaða

Laugardagar kl. 10:45-11:30 Verð 6 vikur: 24.900. Námskeiðspakki innifalinn

12-24 mánaða

Laugardagar kl. 9:30-10:15 Verð 6 vikur: 24.900. Námskeiðspakki innifalinn

2-4 ára

Laugardagar kl. 12:00-12:45 Verð 6 vikur: 24.900. Námskeiðspakki innifalinn

Tónagull á pólsku

Reykjavik, Gerðuberg – soboty, 10:00 Hafnafjörður, Centrum Sztuki Hafnarborg – niedziele, godzina 12:00

Hljóðfærakös

TónMál

Námskeið í markvissum tónlistarstundum fyrir leikskóla, ætluð leikskólakennurum

Hafa samband

Með tölvupósti: tonagull@tonagull.is

Algengar spurningar

HVERS VEGNA ERUÐ ÞIÐ MEÐ SVONA UNG BÖRN Í TÓNAGULLI?

Ung börn eru miklar vitsmunaverur sem drekka í sig allt sem fram fer í umhverfi þeirra. Máltaka hefst löngu áður en börn byrja að tala og sömuleiðis aðlagast börn tónlist sinnar menningar ótrúlega snemma. Reynslan sýnir að tónlist höfðar gríðarlega sterkt til barna. Í gegn um tónlist gefast tækifæri til að örva þroska barna á mörgum sviðum. Tónlistariðkun í hóp er einstök upplifun fyrir barn sem er að uppgötva umhverfið og læra á veröldina í kring um sig. Í Tónagulli er markvisst unnið með tónlist með aðferðum sem eru við hæfi þessa unga aldurs.

HVAÐ ER GERT Í TÍMUM?

Tímarnir eru fjölbreyttir og fylgja alltaf ákveðinni röð atburða til þess að börnin læri hvað kemur næst. Í upphafi er alltaf byrjað með söng sem býður alla velkomna með nafni og í lokin er sunginn kveðjusöngur Tónagulls. Þar á milli er unnið með puttaþulur, kroppaþulur, kjöltuleiki, söngdansa, barrokkdans, hringdansa, eggjahristur, litríkar slæður, trommur og barnahljóðfæri.

MEGA SYSTKINI KOMA MEÐ?

Já systkini eru alltaf velkomin með í Tónagulls tíma. Ekkert auka gjald er greitt fyrir systkini.

HVENÆR ER BEST AÐ BYRJA?

Best er að byrja ekki seinna en um 8-10 mánaða aldurinn en flest börn eru mjög tilbúin um 5-6 mánaða. Yngri börn (2-4 mánaða) njóta þess mjög að taka þátt í tímum, eða um leið og þau geta haldið sér vakandi nógu lengi.

HVENÆR ER OF SEINT AÐ BYRJA?

Það er aldrei of seint að byrja í tónlistartímum. En Tónagull hefur hingað til mest boðið upp á námskeið fyrir börn undir 3 ára aldri. Börn mega byrja í Tónagulli hvenær sem er áður en þau verða 3 ára. Algengasti aldurinn til að byrja í Tónagulli er á milli 1 – 2 ára því á þeim aldri eru foreldrar farnir að taka eftir tónlistaráhuga barnanna sinna. En börn hafa oft komið á sitt fyrsta námskeið í Tónagulli rúmlega 2 ára gömul.

ER Í LAGI AÐ BÁÐIR FORELDRAR KOMI MEÐ Í TÍMA?

Já báðir foreldrar eru velkomnir. Eins eru amma eða afi velkomin ef þau vilja koma með, en best er að ekki séu fleiri en tveir fullorðnir í einu með hverju barni 🙂