Anna Vala er klassískt menntuð söngkona sem einnig hefur starfað við tónmenntakennslu og barnakórstjórn síðustu ár. Hún kynntist Tónagulli þegar hún fór sjálf með son sinn á námskeið. Þegar hún sá nýjan heim opnast fyrir honum í gegnum námskeiðið og fylgdist með litla feimna barninu sínu valdeflast og gjörsamlega blómstra í tímunum kveikti það í henni löngunina til að bjóða börnum á Suðurlandi upp á tækifæri til að koma á Tónagullsnámskeið.