Dr. Helga Rut Guðmundsdóttir er höfundur og ábyrgðarmaður Tónagulls. Hún kenndi fyrsta Tónagulls námskeiðið árið 2004 og sér um allt efni og þjálfun kennara í aðferðum Tónagulls.
Viðtal við Helgu Rut í Skólavörðunni, desember 2022 um tónlistaruppeldi
SMELLIÐ Á MYND TIL AÐ LESA ^
Kennarar í Tónagulli
Tónagullskennarar eru sérstaklega þjálfaðir í aðferðum Tónagulls og eru frammúrskarandi í notkun skemmtilegra aðferða til að skapa tónlist með ungum börnum og foreldrum
Anna Vala er klassískt menntuð söngkona sem einnig hefur starfað við tónmenntakennslu og barnakórstjórn síðustu ár. Hún kynntist Tónagulli þegar hún fór sjálf með son sinn á námskeið. Þegar hún sá nýjan heim opnast fyrir honum í gegnum námskeiðið og fylgdist með litla feimna barninu sínu valdeflast og gjörsamlega blómstra í tímunum kveikti það í henni löngunina til að bjóða börnum á Suðurlandi upp á tækifæri til að koma á Tónagullsnámskeið.
Embla Rún er tónelskur stjórnmálafræðinemi sem finnst ótrúlega gaman að stýra stundum í Tónagulli. Sjálf ólst hún upp við tónlistina í Tónagulli og er komin með góða reynslu af Tónagulls störfum með börnum og foreldrum. Embla söng hina sívinsælu útgáfu Tónagulls á Spotify af Kalli litli kónguló þegar hún var 4ra ára.
Fríða Dís er listfræðingur en hefur starfað við tónlist frá unglingsaldri. Hún hefur gefið út þrjár plötur ásamt því að leika á bassa og syngja í hljómsveitum. Fríða hefur sungið og spilað inn á hljómplötur með ýmsu tónlistafólki og mætti þar nefna barnaplötuna Blær og Stilla. Fríða er einstaklega fær og með mikla reynslu sem Tónagullskennari.